Steingrímur TÆKIFÆRISSINNI

Já hann Steingrímur okkar.

 Hann Steingrímur hefur ekki stjórnað neinu í tæpa tvo áratugi. Nú vill hann flýta kosningum. Af hverju? Að því að hann telur loksins að flokkur sinn nái meira fylgi inn á þing til þess að hann geti komist í ráðherrastól.

Hann er að sjálfsögðu á engan hátt að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar með því. Ó nei, þessi maður vill bara komast til valda. Það má deila um ákvarðantökur núverandi ríkisstjórnar en GUÐ hjálpi mér ef að Íslendingar halda að það sé betra að henda út öllu vana fólkinu og troða inn gömlum blöðrubelg sem kann ekkert annað en að gagnrýna.

Hvað lausnir hefur þessi maður komið með? Engar.

Hann ætti bara stundum að hafa vit á því að loka á sér munninum. Og ef hann vill hjálpa okkur eitthvað, þá má hann koma með hugmyndir.

Steingrímur, hættu þessu endalausa framapoti. Það eru allir orðnir hundleiðir á því.

Sleggjan hefur pissað á Steingrím. 


mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram með þig Gummi Sleggja.

Þú ert ljósið í dimmunni.

Nonni (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Kosningar eru lýðræðislegar ef kommanir í d listanum eru hræddir við kosningar þá mæi ég með því að þið flytið til Kína.

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.11.2008 kl. 17:56

3 identicon

"Kosningar eru lýðræðislegar"?

Er það frasinn sem á að duga sem rök fyrir því að flýta kosningum? Auðvitað eru kosningar lýðræðislegar! Það þýðir ekki að það eigi að halda kosningar í hvert skipti sem tiltölulega margir eru óánægðir með ríkisstjórnina.

Við kusum þessa stjórnmálaflokka í kerfi þar sem þeir ákveða saman hvernig valdaskipting er og gerum það á fjögurra ára fresti nema þeir séu sannarlega ófærir um að starfa saman.

Forsendur fyrir því að halda kosningar eru mjög tæpar og eina ástæðan fyrir því að Steingrímur J. vill halda þær núna er að hann myndi stórauka fylgi sitt.

Hjörtur (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

*yawn* kommi

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.11.2008 kl. 19:02

5 identicon

Algjörlega sammála ræðumanni. Kosningar væru óábyrgar eins og staðan er í dag. Lýðræði er jákvætt hugtak svo lengi sem það er notað á ábyrgan hátt en það er ekki heilagt hugtak. Þjóðin er allt of reið í dag til að geta tekið svona ábyrgðafullar ákvarðanir og almenningur hefur ekki vit á ástandinu í dag til að geta kosið í embættin. Þeir sem gerðu mistökin lærðu líka af þeim.

Axel (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

http://bjornlevi.blog.is/blog/bjornlevi/entry/706454/

Nei, kosningar væru ekki óábyrgar eins og staðan er í dag. Kosningar eins og staðan er í dag knýja alla flokka til þess að sjóða saman aðgerðaáætlun til framtíðar í stað þess að reka eins og ísbjörn í átt að Íslandi ... 

Bendi á að þriðja stæsta land í heiminum og stæsta lýðræðisríki heims hefur nýlokið kosningum og stendur í stjórnarskiptum eins og er. Já, Ísland og Bandaríkin glíma ekki við nákvæmlega sömu vandamál en vandamálið er sameiginlegt að því leiti að það þarf áætlun til framtíðar og aðgerðir til þess að grafa okkur upp úr holunni.

Hvorki aðgerða- né framtíðaráætlun hefur komið frá stjórnvöldum frá því að dýfan byrjaði. Ekki einu sinni hugmyndir um HVAÐ á að gera við þann pening sem allir virðast halda að við þurfum (fyrir utan skort á gjaldeyri). Ég spyr bara, ef það eina sem okkur vantar er gjaldeyrir... hversu mikinn gjaldeyri þurfum við og af hverju virkar myntbreyting ekki?

Enn fremur, ef það er ekki bara gjaldeyrir sem okkur vantar, í hvað eiga þeir peningar sem við mögulega fáum einhvern tíma í framtíðinni að fara? Ég vil svör við svona spurningum áður en við fáum lán. Eru það ekki að miklu leyti til neyslulán sem hafa valdið okkur vandræðum... lán án útskýringa hljómar bara eins og neyslulán fyrir stjórnvöld.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

"*yawn* kommi"

Langar bara að benda á að grunnatriði kommúnisma og kapítalisma eru þau sömu. Einn aðili á allt og annað hvort dreifir meðal starfsmanna sinna (kapítalismi) eða þegna sinna (kommúnismi). Munurinn er að þú færð að kjósa stjórnmálamenn en ekki yfirmenn.

Ekki það að hreinn kommúnismi né hreinn kapítalismi sé nokkurs staðar notaður sem stjórnkerfi og er margt af því sem við titlum sem þessi "blótsyrði" langt frá því að vera það stjórnkerfi sem því er ætlað að vera.

Björn Leví Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:36

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég var að kalla Sjallan Hjalta komma (Sem hann er)

Alexander Kristófer Gústafsson, 11.11.2008 kl. 04:26

9 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

... og ég svaraði því hvernig?

Björn Leví Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 04:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband